top of page

Upplýsingar varðandi hópastarf

Hvað þarf að hafa í huga?

Áður en farið er af stað með hópastarf með börnum og unglingum þarf að huga að ýmsu, þ.e. 

​

- Samsetning hópsins

- Stærð hópsins

- Fyrirfram ákveðin markmið með tilgangi    hópsins

Aðlaga áætlun hópastarfsins eftir getu       hópsins.

Mitt hópastarf

Ég ákvað að hafa einungis 10 einstaklinga í mínum hópi. Ég ákvað einnig að hafa alla á sama aldri og kyni vegna þess að ég taldi að þær sem tóku þátt myndu sýna meiri framfarir ef hópurinn væri lítill og samanstæði einungis af stelpum. 

Mitt markmið var að efla þær félagslega, byggja upp traust, bæta samskipti við hinar stelpurnar og efla sjálfstraust þeirra. Þar sem að stelpurnar sem tóku þátt í starfinu hjá mér hafa litla sem enga reynslu af leiklist þá tók það mikinn tíma að byggja upp kjark og þor hjá þeim til þess að taka þátt í æfingum sem voru meira krefjandi t.d. kyrrmyndum, látbragði og spuna.  

​

​

Hæfniviðmið úr aðalnámskrá grunnskóla 

Við lok 10.bekkjar getur nemandi: 

​

  •  Unnið í hópi að fjölbreyttum leiklistarverkefnum.

  • Bæði veitt og tekið á móti uppbyggilegri gagnrýni og nýtt sér hana í vinnuferli í leiklist.

  • ​Nýtt sér leikmuni, búninga, einfaldan sviðsbúnað og tækni til þess að styrkja sköpun sína á markvissan hátt.

​

​​

Ummæli þátttakenda 

 „Það var gaman að vinna með tilfinningar. Það fékk mig til þess að spyrja sjálfa mig hvernig mér líður”

​

„Trausthringurinn var skemmtilegur því hann tók mann út úr þægindarammanum”

​

„Að tala um stöður/statusa opnaði augu mín um það að flestir hafa vandamál með sjálfstraustið á einhvern hátt”

​

„Mér finnst ég þekkja hinar stelpurnar betur og er ekki eins óörugg”

​

„Á heildina litið finnst mér ég hafa meira sjálfstraust, passa betur inn í og er ekki eins kvíðin og óörugg. Myndi vilja gera þetta aftur.”

​

„Þetta gaf mér sjálfstraust og líða betur í skólanum. Hjálpaði mér líka að treysta fólki betur. Hjálpaði mér við kvíðann minn.                    

    (P.s. þetta var gaman).”

bottom of page