top of page

 

Hera Jónsdóttir heiti ég og er 23 ára gömul, fædd árið 1994. Ég ólst upp í Grafarvogi og eftir grunnskólann lá leið mín í Borgarholtsskóla. Þar var ég svo heppin að fá góða leiklistarkennslu og kveikti það áhuga minn á kennarastarfinu. Ásamt náminu hef ég frá árinu 2014 unnið sem frístundaleiðbeinandi í félagsmiðstöð hjá frístundamiðstöðinni Gufunesbæ. Frá því ég var lítil hefur leiklist verið stór partur af mínu lífi og finnst mér leiklistin ótrúlega mikilvæg listgrein.

Eftir þrjú ár í grunnskólakennarafræðinni á kjörsviðinu tónlist, leiklist, dans var ég staðráðin í því að mig langaði til þess að gera lokaverkefni sem skilur eitthvað eftir sig og aðrir gætu nýtt sér í starfi með börnum og unglingum. 

Um mig
bottom of page