top of page
Sjötti tími

Byrja á því að rifja upp frá síðasta tíma. Þessi tími er síðasti tíminn í hópastarfinu. Hann snýst mikið um það að tala um stöðu/status hjá einstaklingum og fá þátttakendur til þess að átta sig á sinni stöðu. Reyna að mynda umræður um stöðu og sjálfstraust einstaklinga. 

â€‹Í lok tímans er gott að fá alla til þess að skrifa smá ummæli um hópastarfið á heildina litið, hvort eða hvernig það hjálpaði til að efla manneskjuna á einhvern hátt.

Áætlun tímans

Tími: 80 mínútur

​

Markmið: â€‹Fá þátttakendur til þess að hugsa um sína stöðu og sjálfstraustið

​

Gögn: Litlir miðar og blýantar til þess að nota í spuna. 

Há og lág staða/status

Hægt er að hugsa það svoleiðis að allir hafi sér ákvðena stöðu eða status. Staðan snýst ekki um hversu hátt eða lágt þú ert settur í samfélaginu, vel menntaður, ríkur eða fátækur heldur hefur það með sjálfsmynd einstaklinga að gera. Sá sem hefur sterka sjálfsmynd er með háa stöðu og sá sem hefur veika sjálfsmynd hefur lága stöðu. 

Hægt er að nota viðmið frá 0-10 og hugsa sér sína stöðu út frá því viðmiði. 

​

Byggt á: Leikið með listina, Rannveig Björk Þorkelsdóttir og Impro, Keith Johnstone 

Labbað um rými með ákveðna stöðu/status

Markmið: Vekja upp umhugsun hjá þátttakendum hvar þau telja sig standa með sína stöðu og af hverju. 

​

Stjórnandi biður alla um að fara út á gólf og standa á víð og dreif um rýmið. Hann biður svo hvern og einn að hugsa í hljóði hvar þau telja sína stöðu vera háa á skalanum 0-10. Sá sem hefur lága stöðu er óöruggur, kannski feiminn, hefur lítið sjálfstraust og sá sem hefur háa stöðu er þá fullur sjálfstrausti og öryggi. Þegar allir hafa ákveðið sér tölu frá 0-10 þá biður stjórnandi alla að hugsa líka af hverju þau telja stöðuna ekki vera hærri eða hvað þau gætu gert til þess að hækka stöðuna sína. 

Næst segir stjórnandi öllum að labba um rýmið eftir mismunandi stöðum, þá nefnir stjórnandi tölu frá 0-10 og fær þátttakendur til þess að ímynda sér hvernig manneskja með t.d. stöðu níu myndi bera sig. Í lokin biður stjórnandi þau um að labba eftir þeirri tölu sem þau völdu sér sjálf fyrir sig. Þá reynir stjórnandi að sjá hvar þau telja sig vera á rófinu. 

​

Byggt á: Leikið með listina, Rannveig Björk Þorkelsdóttir 

Kyrrmyndir um stöðu/status

Markmið: Vekja nemendur til umhugsunar um háar og lágar stöður fólks óháð stöðu í samfélaginu. 
 

Tveir og tveir saman búa til kyrrmynd þar sem sýnilegt er að annar aðilinn er í hærri stöðu en hinn, óháð samfélagslegri skiptingu. 

Gott er að gera að minnsta kosti tvær kyrrmyndir sem sýna ólíkar stöður og leyfa þá báðum aðilum að prufa báðar stöðurnar. Áhorfendur gætu svo giskað á hvor er í hærri stöðu og hvort er í lægri og hvað gefur það til kynna. 

​

Byggt á: Drama Games + activities, David Farmer

Stöður/status - Spuni

Markmið: Fá þátttakendur til að skapa persónur sem hafa háar og lágar stöður og búa til spuna út frá persónunum.

​

Hægt er að gera margar ólíkar útfærslur af svona spuna. Hér fyrir neðan eru nokkrar sem gæti verið gaman að prófa. 

​

1. Tvær manneskjur hittast 

Tveir fara út á gólf í sitthvorn endan á rýminu. Önnur manneskjan fær það hlutverk að vera með lágan status og hin háann. Áhorfendur gefa svo sjálfboðaliðunum einhverjar aðstæður sem þessar manneskjur eru að hittast við t.d. gamlir vinir að hittast óvænt í Kringlunni. Þegar sjálfboðaliðarnir eru komnir með aðstæðurnar þá hefst spuninn með því að aðilarnir labba í áttina að hvorum öðrum. Sá sem er manneskjan með háa statusinn á að vera ótrúlega glaður að hitta viðkomandi en sá sem er með lága statusinn vill helst komast burt sem fyrst.  

​

2. Spuni/leikþáttur með ævintýrapersónum 

Hægt er að skipta hópnum niður í tveggja til þriggja manna hópa. Fá þau til þess að velta fyrir sér stöðum einhverra ævintýrapersóna sem þau þekkja. Velja svo einhverja og búa til stuttan leikþátt/spuna þar sem persónurnar koma fram og hægt er að sjá hvaða stöðu persónurnar hafa.

 

3. Skipt um stöður með spuna  

Fá tvo og tvo til þess að vinna saman. Þeir búa til stutt samtal á milli tveggja persóna þar sem önnur er í hárri stöðu og hin lágri. Hóparnir flytja svo atriðið fyrir hina og gera atriðið svo aftur í sömu hlutverkum nema láta persónurnar skipta um stöður. Með þessu átta nemendur sig á hvernig radd- og líkamsbeiting getur haft mikil áhrif á stöðu manns. 

​

Byggt á: Leikið með listina, Rannveig Björk Þorkelsdóttir og höfundi.

Ígrundun

Það reynist mjög gott að taka umræður í lokin um það sem gert var í þessum tíma. Það getur snert krakkana tilfinningalega að velta því fyrir sér hvað það er sem þeim finnst vera að draga sína stöðu niður t.d. feimni, óöryggi, minnimáttarkennd eða slíkt. Ef einstaklingarnir í hópnum treysta sér til þess að deila með hinum hvaða tölu þeir völdu og af hverju þá geta skapast miklar og góðar umræður, sem stjórnandi gæti stýrt á þann veg að hughreysta alla og gefa góð ráð. 

Eftir svona umræður þá átta krakkarnir sig á því að það hafa allir eitthvað sem þeir eru óöruggir með eða líður ekki vel yfir. Þó svo að það sjáist ekki alltaf utan á fólki að því líði illa þá verður maður alltaf að passa sig hvað maður segir og taka ábyrgð á orðum sínum. Við vitum ekki hvað særir aðra og þessvegna er mikilvægt að vera meðvitaður um þetta allt saman. 

​

Eftir þennan síðasta tíma er gott að stjórnandi biðji nemendur að skrifa niður nokkrar línur um hópastarfið, til þes að vita hvaða áhrif það hafði. 

bottom of page